miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Fýlulega Freyja

Freyja gerir það ekki endasleppt fremur venju. Á göngu í Kópavogsdalnum í gær velti hún sér upp úr einhverjum viðbjóði og ég hafði svo sem orðið vör við lyktina áður en ég fór í vinnuna. Þegar ég kom heim í gærkvöldi, nota bene, kl. 19.00 nennti ég ekki að baða hana og gerði mér vonir um að sleppa því mitt ólyktnæma nef greindi ekki lykt af kvikindinu þegar ég stóð í u.þ.b. 5 m fjarlægð frá henni. Mér fannst þetta bara ágætislausn þ.e. halda mér bara í þessari tilteknu fjarlægð frá þefdýrinu. Þá kom Eva heim og fýldi grön. Fjarlægðin hjá henni varð nefnilega að vera um það bil hálfur kílómetri til að hún skynjaði ekki lyktina. Ég neyddist til að baða hundinn til að barnið fengist til að borða og sofa í húsinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home