Sælir þvottadagar
Þvottavélin hans Andra er biluð og undanfarna daga hefur þessi elska birst jafnreglulega og farfuglarnir í dyragættinni hjá mömmu sinni með fullt fangið af þvotti. Hann þvær og hverfur síðan en það góða við þetta er að hann þarf að sækja þvottinn. Jibbí, ég er hugsa um að halda rúmfötunum hans í gíslingu og láta aðeins fá eitt stykki í einu. Það tryggir mér daglegar heimsóknir fram að jólum. (Hvað er þetta drengurinn er með fáeina kodda í rúminu sínu?)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home