fimmtudagur, september 29, 2005

Ýmiss konar hárvöxtur í andliti

Nanna Rögnvaldar samstarfskona mín segir þá sögu á blogginu sínu í dag að ný klipping hafi skipt sköpum fyrir hana. Þegar ég las þessa færslu rifjaðist upp fyrir mér þegar sonur minn var þriggja ára hafði hann ákveðnar skoðanir á skeggvexti. Eitt sinn kom pabbi hans heim af sjónum, ekkert sérlega velsnyrtur fremur venju, beygði sig yfir barnið og kyssti það. Pilturinn leit upp og sagði: „Pabbi, ertu með stöngla?“ Skömmu síðar kyssti hann mömmu sína blíðlega á kinnina og sagði svo: „Mamma, ertu nýrökuð?“ Móðir hans gladdist að sjálfsögðu yfir því að barnið skyldi taka eftir dugnaði hennar við að snyrta hárvöxtinn í andlitinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home