föstudagur, október 07, 2005

Og þá buldi brestur

Ég hrökk upp í nótt við hávært brakhljóð og rauk á fætur bölvandi. Ég var þess fullviss að tíkin hefði náð í þunnan harðplastbakka undan kexi og væri að narta í hann sér til skemmtunar um miðja nótt. Aldrei þessu vant reyndist Freyjan mín alsaklaus því hún lá sofandi undir rúmi. Hávaðanum olli haglél sem buldi með þessum líka roknalátum á þakinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home