miðvikudagur, desember 22, 2004

Lífið upp og niður og út og suður

Hjarta mitt stöðvaðist næstum fyrir viku síðan þegar hringt var í mig frá útgerðarfélaginu Brimi og mér sagt að maðurinn minn væri á leið í land með þyrlu. Ég hafði að vísu kvartað mikið undan önnum í bréfi til hans daginn eftir en datt sannarlega ekki í hug að hann veldi þessa leið í land. Í ljós kom að blessaður karlinn var með bullandi sýkingu í ristli og hann hefur legið inn á sjúkrahúsi síðan fastandi og með fúkkalyf í æð. Nú er hann á batavegi blessaður og ég fékk að vita rétt áðan að ég fengi hann heim um jólin. Þannig að þrátt fyrir þyrluæfingar og fleira fæ ég hann ekki heim neitt fyrr. Já, svona geta nú örlögin spunnið annan vef en vilji manns stendur til.