föstudagur, janúar 28, 2005

Snakillur sjúss

Ég asnaðist inn á feminvefinn áðan. Nokkuð sem engin ætti að gera óundirbúinn á föstudegi. En allt um það. Þar rakst ég á umfjöllun um vín. Rosemount Chardonnay er að sögn þeirra feminkvenna mikill eðaldrykkur. Eitt af því sem talið var víninu til ágætis var að það væri auðdrekkanlegt. Nú sit ég sem sagt hér og velti fyrir mér hvernig illdrekkanlegt vín sé. Hingað til hef ég nefnilega staðið í þeirri trú að allur þunnfljótandi vökvi sé nokkuð auðdrekkanlegur. Mig langar sem sé óskaplega að smakka illan drukk og ef einhver getur bent mér á snakillan sjúss er ég alveg til í að brjóta fjögurra ára bindindi, að maður tali ekki um illyrmisvín.