Námsmeyja að nýju
Ég skráði mig í Leiðsöguskólann í vetur og sit nú á skólabekk aftur. Það er svolítið undarlegt að vera aftur orðinn námsmaður og ég finn að það mun taka sinn tíma að setja sig aftur inn í gamla námstækni og hreinlega að hrista heilann í gírinn. Gumminn minn kom heim í dag og ég mun ekki einu sinni hafa tíma til að segja svei þér við hann fyrr en á fimmtudag. Þetta er hálferfitt og það liggur við að ég hætti við. En við verðum bara að þola þetta.