Skrýtnar tilhneigingar
Ég sá Þorgrím Þráinsson á ganginum hérna í vinnunni. Þetta er örugglega indæll maður en í hvert skipti sem ég sé hann hellist yfir mig óstjórnleg þörf fyrir að rjúka á hann, þrífa í handleggina á honum og segja: „Ég reyki ekki. Ég sver að ég reyki ekki.“ Síðan myndi ég horfa á hann opinmynnt og einlæg og bæta við: „Þú mátt meira að segja lykta út úr mér til að sannreyna þetta ef þú vilt.“