mánudagur, maí 15, 2006

Skrýtnar tilhneigingar

Ég sá Þorgrím Þráinsson á ganginum hérna í vinnunni. Þetta er örugglega indæll maður en í hvert skipti sem ég sé hann hellist yfir mig óstjórnleg þörf fyrir að rjúka á hann, þrífa í handleggina á honum og segja: „Ég reyki ekki. Ég sver að ég reyki ekki.“ Síðan myndi ég horfa á hann opinmynnt og einlæg og bæta við: „Þú mátt meira að segja lykta út úr mér til að sannreyna þetta ef þú vilt.“

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef reynt að hengja mig framan hann til að sýna honum hversu heitt ég þrái að hætta að reykja! Hann hefur barasta þessi áhrif, hann Þorgrímur!!!

10:52 f.h.  
Blogger Svava said...

Er þetta með reykingarnar ekki bara afsökun fyrir því að mega káfa aðeins á karlinum ?? Tsktsk

2:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home