miðvikudagur, maí 10, 2006

Paradís í Kópavogsdalnum

Við Freyja fengum okkur göngutúr í morgun og Kópavogsdalurinn er að verða flottasta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Niður við lækinn er búið að líma litla steina með mósaíkmyndum af fuglum á stóra steina. Sennilega hafa leikskólakrakkar gert þessar myndir og auk þess er kominn garðskáli út í tjörnina á bryggjunni sem við sáum um daginn. Bretar kalla þessa tegund skála gazebo en þeir eru kringlóttir með turni líkt og Hljómskálinn en þeir eru bara opnir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú fátt frábærara en að ganga um í fallegu umhverfi, vera í góðum félagsskap (t.d. með hundi) og klædd eftir veðri.
Ég á lítið af fötum, er í vondum félagsskap en í fallegu umhverfi. Ég leysti það með því að kaupa mér útsýni með íbúðinni. Nú þarf ég aldrei að fara út. Ef ekki væri fyrir mætingarskyldu í vinnunni gæti ég látið senda mér mat heim og þyrfti aldrei að hitta aðra, nema auðvitað húsfélagsformanninn. Heheheheh

9:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home