mánudagur, maí 01, 2006

Í góðum félagsskap

Síbrotakonan systir mín leit hér við í gær og þáði kaffi og með því í garðinum. Svava haltrar enn um í gipsi og á nokkrar vikur eftir með þann útbúnað. Þar sem þetta er annað brotið hennar á stuttum tíma held ég að ekki sé annað við hæfi en að gefa henni heitið síbrotakona. Góðkunningi lögreglunnar er hún hins vegar ekki enn þá en hver veit hvað verður. Ég eldaði svo fína nautasteik og bauð henni og mömmu að snæða. Andri og Gunnur duttu svo inn eftir kvöldmat þannig að hér var gestkvæmt í gær og reglulega skemmtilegt.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Ég hefði ekkert á móti því að verða góðkunningi lögreglunnar, þeas, góðkunningi eins ákveðins lögreglumanns. Hann er vinur Lóu vinnufélaga míns og er bráðmyndarlegur, yfir 1,90 á hæð og dökkhærður. Er að leita leiða til að gerast brotleg við lögin næst svo hann þurfi að handtaka mig

12:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home