Seld til niðurrifs
Sonur minn kom hérna við áðan og bað mig um að skrifa undir pappíra sem hann þurfti að skila af sér vegna íbúðakaupanna. Ég spurði hvort ég væri hér með búin að selja sál mína en hann svaraði: „Nei, þú ert búin að afsala þér líkama þínum að eilífu.“ „Nú,“ svaraði ég af alkunnri orðheppni og fyndni. „Verð ég þá héðan í frá galeiðuþræll hjá Rómverjum.“ „Engin hætta,“ gall þá í syninum. „Ég er búin að selja þig í varahluti.“ Ég býst við að það sé ákveðin huggun að vita að drengurinn hefur nægilegt viðskiptavit til að skynja hvernig helst má gera peninga úr gamla hræinu.
1 Comments:
Tja, spurningin er hve mikið hann græðir á þessu. Það er örugglega farið að slá í þá gömlu.
Skrifa ummæli
<< Home