laugardagur, mars 25, 2006

Af ellimörkum og elliglöpum

Sonur minn er orðinn íbúðareigandi. Þótt þetta séu vissilega gleðilegar fréttir þá verð ég að viðurkenna að um leið er ég óþægilega minnt á að hann er orðinn fullorðinn og ég hundgömul. Reyndar þurfti drengurinn kannski ekki að kaupa íbúð bara til þess að ég áttaði mig á aldri mínum því að undanförnu hef ég verið í því að rugla saman nöfnum á fólki. Með mér í skólanum er maður sem heitir Hörður og í allan vetur hef ég kallað hann sínu rétta nafni. Nýlega tók ég hins vega upp á því að kalla hann Hauk og í gær hitti ég konu sem heitir Kristín og er kölluð Stína og nefndi hana umsvifalaust Siggu. Já, maður er gamall eins og á grönum má sjá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home