Helen og nautið
Draumurinn Helenar um griðunginn góða var á þessa leið. Henni fannst hún stödd í Pennanum í Hallarmúla þegar naut nokkurt birtist og tók að elta hana. Helen hljóp eins og fætur toguðu um alla verslunina með nautið á hælunum. Skyndilega datt henni í hug að hugsanlega væri nautið að elta hana vegna þess að hún var í rauðri peysu. Helen reif sig úr peysunni og fleygði henni frá sér. Þá kom nautið til hennar og sagði: „Nú er ekkert gaman lengur. Viltu ekki fara í peysuna aftur?“ Og Helen Sjöfn reif sig í peysuna og það var eins og við manninn mælt. Nautið rauk af stað á eftir henni og hún hljóp eins og lungun þoldu.
1 Comments:
hehe kannast maður við þetta :)
Skrifa ummæli
<< Home