miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Lífið upp og niður, út og suður

Lífið hefur leikið mig hálfundarlega þessa dagana. Ég fór í próf á laugardaginn var og uppgötvaði þegar prófið var búið að sennilega hefði ég talað of lítið. That's a first. Ég komst líka að því nú í vikunni að maður getur ekki sofið fyrir alla vikuna um helgar jafnvel þótt maður sofi allan sunnudaginn. Vorhugurinn í veðrinu hefur ekki nægt til þess að ég spretti eins og engispretta fram úr rúminu um leið og klukkan hringir og hlaupi með hundinn fimmtán kílómetra hring um Kópavoginn. En ég hef notið þess betur að ganga með blessaða tíkin síðan veðrið fór að batna. Amm, jamm og jæja þannig er það nú. Kannski fer vorblíðan að setjast að í sálinni og eilífðarþreytunni að létta.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Það eina sem getur fengið mig til að spretta upp úr rúminu eins og engisprettu er eldur, ískalt vatn í andlitið og loforð um að kynþokkafullur karlmaður bíði mín frammi. Ekkert af þessu hefur verið til staðar á morgnanna undanfarin ár. Því hlusta ég á snooze alarm svona 5x áður en ég druslast fram úr.

9:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home