Aldrei varð ég orðlaus á ævinni nema þá
Hvers vegna í ósköpunum er það svo að hæfileikarnir bregðast manni alltaf þegar verst stendur? Um helgina fór ég í æfingaferð um Reykjanes með félögum mínum úr Leiðsöguskólanum. Ég ætlaði auðvitað að slá í gegn og slá um mig með mikilli þekkingu á sögu og landafræði Reykjanesskagans en þegar til átti að taka missti ég málið eftir tvær og hálfa mínútu með hljóðnemann vegna þess að ég mundi ekki enska orðið sem ég þurfti á að halda einmitt á því augnabliki. Í raun hefði ég átt von á að flest annað myndi henda mig en það að verða orðlaus en þannig var það nú samt. Þetta var verðmæt lexía engu að síður og kannski að ég undirbúi mig ögn betur næst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home