sunnudagur, apríl 09, 2006

Freyja í samskiptum

Gummi er kominn heim og líkt og venjulega trylltist hundurinn þegar hann birtist. Þau hafa síðan átt í mjög gefandi samskiptum og Freyja segir að það sé sérlega gaman að draga Gumma á eftir sér í gönguferðum um allar jarðir. Þau fóru í tveggja tíma í göngu í morgun meðan ég svaf og Freyja kom stökkvandi upp í rúm til mín að honum loknum til að gefa skýrslu. Hún ljómaði öll og skottið gekk til eins og tifandi kólfur í klukku. Við fengum okkur morgunkaffi eftir að ég var komin fram úr og boðið var upp á kremkex. Freyju finnst kremkex sérlega gott og var búin að rífa í sig fjórar kökur þegar Gummi sagði strangur: „Ekki meira kex fröken. Þú verður óþekk af þessu sykuráti.“ „Eigi veit ég það svo gjörla,“ svaraði Freyja og reif í sig fimmtu kökuna.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska Freyju, hún er svo fyndin. Knúsaðu hana frá mér!!!

10:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home