föstudagur, maí 12, 2006

Eins og gamall blöðruselur

Ég kláraði síðasta prófið í Leiðsöguskólanum í gær. Ég hélt að ég myndi tryllast úr feginleik og gleði þegar ég gengi út en þess í stað var ég eins og sprungin blaðra. Ég staulaðist heim og skreið upp í sófa og zonkaði mig út fyrir framan sjónvarpið í smástund. Þegar Bones var búin skreið ég inn í rúm og hraut eins og naut til klukkan sex í morgun. Þá vaknaði ég við heimskautaloftslag og eftir að hafa talið í mig kjark í tíu mínútur gekk ég niður til að athuga hverju sætti. Útdyrahurðin reyndist þá opin upp á gátt. Þegar ég sá það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði hleypt tíkinni út í port áður en ég fór að sofa og þannig fór nú það. Sennilega verð ég að teljast stálheppin að hafa ekki vaknað upp með gest á rúmstokknum eins og þær Gurrí og Beta Englandsdrottning þurftu að þola. Bíðið samt aðeins við. Hefði gesturinn verið Jason Stratham eða Clive Owen kann vel að vera að blátt, frosið nef hafi verið þess virði.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætla að segja honum Gumma þetta! Ja, eða er Gummi kannski bara maðurinn þinn í sex mánuði á ári? Það er svolítið sniðugt fyrirkomulag, þá getur þú ærslast með fallegum leikurum og söngvurum á meðan hann er á sjónum. Algjör snilld!!!! Arrrggggg

10:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, og til hamingju með próflokin, það var það sem ég ætlaði að skrifa fyrst þegar þú slóst mig út af laginu með þessu framhjáhaldi!

10:36 f.h.  
Blogger Svava said...

Já, ég er til í að þola ýmislegt ef það leiðir til þess að Clive Owen dúkki upp í herberginu hjá mér :-)

8:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home