þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Loftlaus tilvera

Jæja, þá er blaðið komið út og mér líður eins og ég ímynda mér að sprunginni blöðru líði. Ég er einhvern veginn alveg loftlaus og gersamlega andlaus. Ekki var það góð blanda að tarna, enda hefur lífið verið í hægagangi að undanförnu. En vonandi fer að birta yfir og blaðran að bústna aftur, fyllast af helíumgasi og svífa af stað.