Orðin móðursystir í sjöunda sinn
Sagt er að sjö sé heilög tala en ég varð móðursystir í sjöunda sinn rétt fyrir tvö í gær. Litli pilturinn sem þá fæddist hlýtur að verða sérstakur gæfumaður því hann er sjöunda systrabarn tveggja móðursystra sinna en það áttunda hjá hinum tveim. Svanhildur fæddi sem sagt þriðja barnið sitt þann 1. ágúst en Ólafur Steinar bróðir hans á afmæli núna 18. og verður þá ársgamall eða bókstaflega eldgamall.