Eðlisþættir stjórnmálanna
Hin frjálslega og nokkuð svo viðburðaríka ökuferð Eyþórs Arnalds hefur vakið mig til umhugsunar um það hvað það sé við stjórnmálin sem laði til sín svo marga glæpahneigða menn. Í fyrra voru tveir menn á þingi sem þurftu að klára refsidóma og einn hvarf af þingi fyrir nokkrum árum til að taka út refsingu á Kvíabryggju. Þjóðin varð við það nokkrum fjörusteinum fátækari. En hvað um það þá held ég að enginn geti neitað því að það eru fleiri í sölum Alþingishússins en fyrrverandi forsætisráðherra sem hafa skítlegt eðli. Kannski er það skítlega í okkur einfaldlega sá eðlisþáttur sem stjórnmálin kalla fram.