Latína lærdómsmálið
Í gærkvöldi lagðist ég upp í rúm með dýrafræðina mína og gerði mitt besta til að skilja lifnaðarhætti bleikju í Þingvallavatni og æviferil lindýra við Íslandsstrendur. Ég sofnaði út frá latneskum heitum og lýsingum á fálmurum og miður geðslegu æti hinna ýmsu kynjaskepna. Þar með var dýrafræðináminu augljóslega ekki lokið því mig dreymdi skólasystur mína Sigrúnu Valberg í alla nótt. Hún var að reyna að troða í mig latneskum heitum hinna ýmsu dýrategunda en ég var tornæm mjög og Sigrún við það að gefast upp á að þylja yfir mér latínuna. Ég get hins vegar sagt ykkur að heitin sem hún þuldi voru ekki bragðlaus en hvort þau eiga nokkuð skylt við latínu þori ekki ekkert að fullyrða um.