Eldvirknin vefst ekki fyrir manni
Ég er snillingur alger snillingur! Þetta ber að syngja með sama lagi og Rut Reginalds söng: Ég er furðuverk. Hvað haldið þið? Ég fékk 10 í jarðfræði. Maður bara, bara kemst við. Andri fékk þessa vísu af því tilefni:
Í jarðfræði fékk mamma tíu
og sýndi að ekki neina lýju.
Hún hraundrýli blæs
því það er svo næs
og í augun fær heilmikla glýju.
Evu var hins vegar sent þetta:
Þín mamma á mikla snilli
og góða spretti inni á milli.
Í jarðfræði góð
blíð og rjóð
og nýtur því mikillar hylli.