miðvikudagur, september 07, 2005

Er þetta minn eða þinn sólhattur?

Ég vaknaði bálhress í morgun og hljóp slíkt kapp í kinn að ég æddi út að ganga með hundinn í klukkutíma. Svo undarlega brá við að eftir að ég kom inn heima að gönguferðinni lokinni fékk ég óstöðvandi nefrennsli og hnerra sem hefur verið viðvarandi í allan dag. Við Gurrí skruppum þess vegna upp í Kringlu í morgun og keyptum sólhatt. Þar sem að ég er alltaf fremur stórtæk í öllu sem ég geri hef ég drukkið um það bil átta lítra af sóhattsblönduðu vatni í dag og er dauðhrædd um að bráðlega muni ég deyja úr of stórum skammti af sólhatti. Reyndar fór ég nú að velta fyrir hvort ofurskammtur af sólhatti lýsti sér ekki í aukaverkunum af því tagi að sólhattur yxi á höfuð manns og ekki væri nokkur leið að klippa hann burtu. Því meira sem maður klippti því stærri, rósóttari og magnaðri yrði hatthelvítið. Ef ég verð með sóhatt næst þegar við hittumst þá vitið þið hvað hefur gerst.