miðvikudagur, apríl 20, 2005

Ömmuraunir

Ég hlýt að vera óskaplega vanþroska því ég er ekki enn orðin amma. Hann Guðmundur sem vinnur með mér varð afi fyrir þremur dögum og hann er bara 38 ára. Magga systir var fertug þegar hún varð amma, mamma fjörutíu og þriggja og þannig mætti lengi telja. Ég er fjörutíu og fimm (næstum ellilífeyrisþegi) og ekkert bólar á barnabarni.