fimmtudagur, júní 16, 2005

Gamlar minningar ylja

Við vorum að rifja upp hér áðan sögur af Freyju frá því hún var hvolpur og ég var að hrósa henni í eyru Elínar ritstjóra fyrir gæði og rólegheit. Þá rifjaðist upp fyrir mér að ekki er langt síðan að tíkin setti sig ekki úr færi að tína nærbuxurnar hennar Evu upp af gólfinu og laga þær aðeins til. Eva gengur í g-strengsbuxum og Freyja klippti strenginn í sundur og japlaði með mikilli ánægju á endunum. Einkadóttir mín gersamlega truflaðist og í stað þess að láta fóstursystur sína heyra það skammaðist hún í mömmu sinni. „Þú kaupir handa mér nýjar nærbuxur. Þú komst með þennan helv. hund inn á heimilið,“ argaði hún gráti nær. Af fullkomnu og yfirveguðu miskunnarleysi svaraði móðirin: „Við þurfum ekkert að kaupa nýjar nærbuxur. Geturðu ekki bundið hnút á g-strenginn.“