Korgpokinn og hugsanavélin
Ég stóð frammi við kaffivélina í morgun og beið eftir að komast að til að fá mér kaffi. Gísli Egill ljósmyndari var á undan mér og þar sem mér blöskraði hversu lengi kaffivélin var að jafna sig eftir að hafa afgreitt hvern kaffibolla hreytti ég út úr mér: „Ef ég væri svona lengi að hugsa er ég viss um að ég væri rekin.“ „Já,“ svaraði Gísli Egill. „Annars fer þetta ábyggilega eftir því hversu oft væri skipt um korgpoka í þér eins og henni.“