föstudagur, október 27, 2006

Mín rækja æ!

Eitthvað lítið hefur verið um innkaup á heimilinu hjá mér undanfarið sökum anna. Í morgun uppgötvaði ég að enginn dýramatur var til en þar sem ég átti rækjur í frystikistunni var ákveðið að gefa kvikindunum jólamat að þessu sinni. Ég sótti slatta af þessu bleika lostæti og byrjaði að þíða. Matti var fljótur að skynja hvað var á seyði og birtist glaðhlakkalegur við eldhúsvaskinn. Ég lauk við að koma rækjunum í neysluhæft form og sneri mér við til að setja þær í matardallana þeirra. Þá heyrðist þvílíkt skæðræðisvein að ég hef bara ekki heyrt annað eins. Mjááááííí! Matti ræfillinn hélt sem sagt að ég væri að taka af honum nammið og fara með það. En mikið varð hann feginn þegar ég sótti hann og stillti honum upp fyrir framan dallinn hans.