miðvikudagur, apríl 12, 2006

Eplið og eikin

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segir máltækið og sonur minn sannaði rétt í þessu að hann er sonur föður síns. Aldrei hefði mér dottið í hug að senda aldraðri móður minni sem væri að fara úr landi svohljóðandi bréf:

Sæl og bless gamla hræ,

Hér er listi yfir geisladiska sem þú mátt kíkja eftir úti. Þér er hollast að kaupa sem flesta annars mun ég hringja í Tollstjóraembættið og segja að þú sért að smygla anabólískum sterum þegar þú kemur heim.

Bleble,

Andri

Þetta er augljóslega úr föðurættinni en hins vegar sendi ég honum viðeigandi svar: Nefnilega: Þegiðu djöfuls, bölvað steratröllið þitt. Kv. Mamma