mánudagur, desember 12, 2005

Tunnan valt og úr henni allt

Jæja, próflokin nálgast og síðasta prófið er munnlegt próf á miðvikudaginn kemur. Mér hefur ekki tekist að festa hugann við lestur um helgina og verð því ekki vel undirbúin. Mér hættir nefnilega til að treysta um of á að mér takist ævinlega að kjafta mig út úr öllu. Ég verð að druslast til að líta yfir þetta í kvöld. Þetta er einfaldlega búin að vera mikil törn og nú líður mér eins og loftlausri blöðru eða tunnu sem valt og úr henni allt. Maður er bara alveg tómur.