Freyjugleði
Gummi kemur heim í dag og svo undarlega bregður við að fjölskyldan virðist svo sem ekkert sérlega æst yfir því að hann sé að skila sér eftir mánaðarfjarveru. Vissulega eru fjölskyldumeðlimir því vanir að hann komi og fari en allir eru geysilega spenntir yfir því hvernig Freyja muni bregðast við þegar hún sér hann aftur. Ég hef verið beðin að sjá til þess að Guðmundur komi ekki heim fyrr en að fólk geti verið viðstatt til að sjá hundinn og fagnaðarlætin sem brjótast munu út. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.