mánudagur, ágúst 22, 2005

Að týna hönskunum sínum

Nanna Rögnvaldar er að reyna að rifja upp vísu á blogginu sínu eða réttara sagt danska þýðingu af íslenskri vísu sem hún man. Þegar ég las færsluna rifjaðist upp fyrir mér ein af mínum uppáhaldsvísum. Af hvaða ástæðum hún kom upp í hugann er eiginlega ófært að ráða í því efni hennar er alsendis óskylt efni vísunnar hennar Nönnu en mín er sem sagt svona:
Að týna hreinlega hönskunum sínum
er hátíð hjá því
að týna öðrum
en henda hinum
og heimta þann týnda á ný.