miðvikudagur, maí 10, 2006

Paradís í Kópavogsdalnum

Við Freyja fengum okkur göngutúr í morgun og Kópavogsdalurinn er að verða flottasta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Niður við lækinn er búið að líma litla steina með mósaíkmyndum af fuglum á stóra steina. Sennilega hafa leikskólakrakkar gert þessar myndir og auk þess er kominn garðskáli út í tjörnina á bryggjunni sem við sáum um daginn. Bretar kalla þessa tegund skála gazebo en þeir eru kringlóttir með turni líkt og Hljómskálinn en þeir eru bara opnir.