fimmtudagur, mars 10, 2005

Matti, útsjónarsamasti köttur í heimi

Hann Matti minn lætur ekki að sér hæða. Ekki er nóg með að hann sæki sér harðfisk upp í skápa og ofan í skúffur og opni alla glugga þegar honum sýnist heldur er hann nú búinn að finna leið til að snúa á hundinn. Matti var vanur að koma um leið og ég settist fyrir framan sjónvarpið á kvöldin og kúra sig niður ofan á mér. Ég mátti svo strjúka honum og klóra eins og mér sýndist. Þegar hundurinn kom á heimilið lögðust þessar heimsóknir af því hún æddi venjulega á móti honum um leið og hann kom upp á pallinn og var stundum nokkuð gassaleg og galsafengin. Matta líkaði það ekki og þess vegna minnkaði hann mjög ferðir sínar upp á pallinn til mín á kvöldin. Undanfarna daga hefur hann hins vegar snúið aftur til fyrri hátta. Ég er ekki fyrr búin að koma mér fyrir í sófanum en ég heyri krafs og klór á sófabakinu og fljótlega birtist glaðlegt stýrið á Matta upp fyrir sófabrúnina. Hann fer sem sagt upp í miðjan stiga, stekkur á sófabakið og klórar sig upp eftir því þar til hann kemst til fóstru sinnar. Freyja ræfillinn liggur hin rólegasta fyrir framan sófann og fattar ekki að kötturinn er að laumast bakdyramegin fram hjá henni. Já, hann Matti er áreiðanlega útsjónarsamasti köttur í heimi.

Matti, útsjónarsamasti köttur í heimi

Hann Matti minn lætur ekki að sér hæða. Ekki er nóg með að hann sæki sér harðfisk upp í skápa og ofan í skúffur og opni alla glugga þegar honum sýnist heldur er hann nú búinn að finna leið til að snúa á hundinn. Matti var vanur að koma um leið og ég settist fyrir framan sjónvarpið á kvöldin og kúra sig niður ofan á mér. Ég mátti svo strjúka honum og klóra eins og mér sýndist. Þegar hundurinn kom á heimilið lögðust þessar heimsóknir af því hún æddi venjulega á móti honum um leið og hann kom upp á pallinn og var stundum nokkuð gassaleg og galsafengin. Matta líkaði það ekki og þess vegna minnkaði hann mjög ferðir sínar upp á pallinn til mín á kvöldin. Undanfarna daga hefur hann hins vegar snúið aftur til fyrri hátta. Ég er ekki fyrr búin að koma mér fyrir í sófanum en ég heyri krafs og klór á sófabakinu og fljótlega birtist glaðlegt stýrið á Matta upp fyrir sófabrúnina. Hann fer sem sagt upp í miðjan stiga, stekkur á sófabakið og klórar sig upp eftir því þar til hann kemst til fóstru sinnar. Freyja ræfillinn liggur hin rólegasta fyrir framan sófann og fattar ekki að kötturinn er að laumast bakdyramegin fram hjá henni. Já, hann Matti er áreiðanlega útsjónarsamasti köttur í heimi.