föstudagur, ágúst 11, 2006

Rófa og rófuleysi

Í gær slysaðist ég til að skipta á ríkissjónvarpið í eftirmiðdaginn og heyrði hluta af lýsingu á frjálsíþróttamóti. Þar var að heyra að önnur hver kona bæri eftirnafn sem endaði á rófa. Ég fór því að velta fyrir mér hvort konur þyrftu að láta sér vaxa rófu til að ná árangri í frjálsum að varð hugsað til Hildu Möggu frænku minnar. Í dag rakst ég af tilviljun á sömu rás og þá kom í ljós að engin rófa að hafði komist í efstu sætin í sinni íþrótt. Hilda Magga fær því að vera rófulaus ögn lengur.