Markmiðum náð
Ég setti mér það þau markmið í byrjun sumars að ganga á Vífilsfell og Keili og fara á Hornstrandir. Í gær gekk ég á Keili og náði þar með síðasta takmarkinu. Mikið lifandis ósköp og skelfing er ég nú öguð manneskja og skipulögð. Ég hreinlega kemst ekki yfir hversu þjálfuð í markmiðagreiningu, -setningu og -stýringu ég er. Ég held svei mér þá að ég sé bara búin að ljúka mastersnámi í viðskiptafræði. Maður er nú enginn auli.