mánudagur, nóvember 14, 2005

Latína lærdómsmálið

Í gærkvöldi lagðist ég upp í rúm með dýrafræðina mína og gerði mitt besta til að skilja lifnaðarhætti bleikju í Þingvallavatni og æviferil lindýra við Íslandsstrendur. Ég sofnaði út frá latneskum heitum og lýsingum á fálmurum og miður geðslegu æti hinna ýmsu kynjaskepna. Þar með var dýrafræðináminu augljóslega ekki lokið því mig dreymdi skólasystur mína Sigrúnu Valberg í alla nótt. Hún var að reyna að troða í mig latneskum heitum hinna ýmsu dýrategunda en ég var tornæm mjög og Sigrún við það að gefast upp á að þylja yfir mér latínuna. Ég get hins vegar sagt ykkur að heitin sem hún þuldi voru ekki bragðlaus en hvort þau eiga nokkuð skylt við latínu þori ekki ekkert að fullyrða um.

2 Comments:

Blogger Svava said...

Sum latnesk heiti er auðveldara að muna en önnur. Dæmi um þetta er skjórinn, sem heitir því skemmtilega nafni Pica pica á latínu (og já, framburðurinn er eins og þig grunar). Það þarf ekki að segja fólki þetta heiti nema einu sinni, þá er það búið að festa það í minni. Annað er með skollakoppinn, lítið ígulker sem er algengt hér við land. Það heitir Strongylocentrotus droebachiensis. Prófaðu að segja það nokkrum sinnum hratt :-)

1:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá, ég´ætla að halda mig við auðvelda latínu og syngja bara stabat mater, lacrimosa, ave maria gracia plena og svo framvegis! En ég mun héðan í frá muna latneska heitið pica pica ... hehehehehe
Hún Svava þín er uppfull af skemmtilegum fróðleik, enda af góðri ætt ...

10:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home