miðvikudagur, október 19, 2005

Ó minn kæri Ágústín

Jæja, þá er Gummi farinn á sjóinn aftur og húsið ósköp tómlegt svona fyrst á eftir. Að vísu er svolítið erfitt fyrir flesta að skilja hvernig hús þar sem eru tveir kettir og einn hundur getur virst tómlegt en þannig er það nú samt. Þetta er einhver tilfinning sem hellist yfir mann fyrst eftir að hann fer þótt ég kunni óneitanlega vel að meta plássið sem skapast í rúminu. Ég er á því að þessi undarlega tómleikatilfinning sé ástæðan fyrir því að í allan dag hef ég verið með á heilanum lagið: Ó minn kæri Ágústín, Ágústín, Ágústín. Allt er horfið burtu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home