Eðlisþættir stjórnmálanna
Hin frjálslega og nokkuð svo viðburðaríka ökuferð Eyþórs Arnalds hefur vakið mig til umhugsunar um það hvað það sé við stjórnmálin sem laði til sín svo marga glæpahneigða menn. Í fyrra voru tveir menn á þingi sem þurftu að klára refsidóma og einn hvarf af þingi fyrir nokkrum árum til að taka út refsingu á Kvíabryggju. Þjóðin varð við það nokkrum fjörusteinum fátækari. En hvað um það þá held ég að enginn geti neitað því að það eru fleiri í sölum Alþingishússins en fyrrverandi forsætisráðherra sem hafa skítlegt eðli. Kannski er það skítlega í okkur einfaldlega sá eðlisþáttur sem stjórnmálin kalla fram.
5 Comments:
Margt gott fólk hefur látið til sín taka á þingi en það er samt alveg ótrúlegt hversu margir siðblindingjar sækjast eftir þessu starfi, og við kjósum þá, sjáum ekki í gegnum þá. Kannski við, Steingerður mín. Hann Thomas þarna æi, höfundur Silence of the Lambs, heldur því fram að aðeins mjög greint fólk eða mjög heimskt fólk sjái í gegnum siðblint fólk. Hvorum hópnum skyldum við nú tilheyra? Frábið öll komment frá kvikindislegum systrum þínum ;)
Thomas Harris, heitir hann. Og ég er strax byrjuð að sakna þín úr vinnunni!!!
Hehe, ég get nú ekki staðist að segja að ég telji augljóst hvorum hópnum þið tilheyrið :-) Hvað Eyþór varðar, finnst mér með ólíkindum hvernig málið þróaðist frá lágkúru yfir að næstu lágkúru, en mannfjandinn var enn að reyna að lafa í því að vera með í stjórnmálum. Í öðru landi hefði enginn einu sinni leyft þeim möguleika að vera á borðinu ! Hér vantar algerlega siðferði í stjórnmál, og það hlýtur að stafa af siðferðisskorti hjá þjóðinni sjálfri !
Ó, Svava Svanborg, eins og talað út úr mínu hjarta!!! Nú kalla þeir Árborg nafninu Tuborg og mér finnst það ógeðslega fyndið.
Kíktu endilega á bloggið mitt, www.blog.central.is/gurrihar og endilega kommentaðu!
Hva, komin til byggða og ekkert búin að skrifa? Heimta ferðasögu strax og hananú!!!!!
Skrifa ummæli
<< Home