Andri mörgæsabróðir
Þessar vísur hafa beðið sonar míns þegar hann opnar tölvupóstinn sinn.
Þú ert mögnuð mörgæs
og feldurinn þinn er svo næs.
Þín tunga frís
þegar étur þú ís
og með vængstúfunum gerir lok, lok og læs.
Þú máttugi mörgæsasmiður,
verðir þú uppiskroppa með fiður,
skaltu fara ber
að næsta hver
og stökkva svo norður og niður.
Með mörgæsablóð í æðum
er Andri með sínum skræðum.
Hann gengur um
með stelpunum
og tekur doktorspróf í ýmsum fræðum.
Alveg er þetta magnaður kveðskapur.
1 Comments:
Margur heldur mig sig
og margur heldur sig þig
Ef einhver skal mörgæs vera
myndi þú titilinn bera
Skrifa ummæli
<< Home