Rúllandi, rúllandi, rúllandi, rúllandi
Ég veit ekki hvers vegna jólahlaðborðasísonið gerir það ævinlega að verkum að ég fæ á heilann gamalt og gott viðlag sem ég man reyndar alls ekki hvaða lagi tilheyrir en það er svona: Rúllandi, rúllandi, rúllandi, rúllandi. Ég lýsi hér með eftir grúskara sem kannast við lagið og kann jafnvel ögn meira af textanum en ég. Margrét Steinarsdóttir væri alveg vís með að hafa þetta í handraðanum í einum af mörgum útroðnum skjalaskápum í heilabúi sínu. Það eina sem mér dettur í hug í tengslum við þetta er enski slagarinn: Roll down the barrel. We'll have a barrel of fun. Ég held þó að þessi tvö innihaldríku og upplyftilegu dægurlög eigi fátt sameiginlegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home