þriðjudagur, september 05, 2006

Allt fyrir hunda og hundaeigendur

Við Freyja erum nýkomnar úr tveggja tíma gönguferð meðfram ströndinni við Fossvog. Veðrið var indælt og við mæðgur vorum í banastuði. Okkur þyrsti á göngunni og svo skemmtilega vildi til að þarna var vatnshani með tveimur bunum. Önnur í fínni hæð fyrir mig að drekka af og hin var akkúrat í hæð Freyju. Við fengum okkur því drykk saman ég og tíkin.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nanna fer á barinn með barnabarninu og þú drekkur með hundinum. Hvert er þessi heimur að fara?

7:30 e.h.  
Blogger Svava said...

Gott meðan þið drekkið ekki úr sömu bunu :-)

10:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home