mánudagur, ágúst 14, 2006

Enn eitt snilldarverkið

Maður verður alveg ótrúlega skapandi af því að vera í fríi. Andri fékk þessa vísu senda í tilefni að frístundasköpun móður hans.

Andri drakk öræfamysu
og dansaði við stígvélaða kisu.
Með þríhyrndan hatt
hann í það datt
þar til hárin á höfði hans risu.

8 Comments:

Blogger Steingerdur hin storskorna said...

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
og sjaldan er karlinn langt frá steikinni
Og þennan son
hef ég lon og don
smitað af limruveikinni

1:42 e.h.  
Blogger Svava said...

Mæðginin yrkja og yrkja
og skáldagáfuna virkja
Með orðunum slást
af einskærri ást
en engan þau munu kyrkja

4:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð hreint frábær í limrunum, mæðginin!

10:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska ykkur!

1:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mamma eg vil lika fa visur a medan eg er uti... thu matt ekki gleyma mer...

1:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mamma eg vil lika fa visur a medan eg er uti... thu matt ekki gleyma mer...

1:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er þetta, er karlinn ekkert kominn af sjónum? Þessi terta fyrir hann og formanninn geymist ekkert mikið lengur í frystinum ... Múahahahah, mig langar bara að fara að sjá þig og co.

1:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe þið eruð snillingar :)

Anyway bið að heilsa ömmu og afganginn af hinum risunum muhaha :)

Kv. Oddrún

11:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home