Framhald
Vegna ritskoðunar tölvunnar verð ég að birta þennan pistil í tveimur hlutum. Hér kemur sá seinni:
Ég er vissulega sammála því að betra er að kalla þá sem hafa einhvers konar heilaskemmdir þroskahefta fremur en aumingja og hálfvita eins og tíðkaðist í mínu ungdæmi en þegar gerð var tilraun til þess fyrir nokkrum árum að kenna okkur að kalla þroskahefta seinfæra var mér nóg boðið. Í Bandaríkjunum þar sem pólitísk réttvísun er mjög mikilvæg (political correctness) eru menn hættir að tala um fatlaða og tala um the physically challenged eða þá sem takast á við líkamlega ögrun. Muniði líka þegar fóstrur gátu ekki lengur heitið fóstrur heldur urðu þær að verða að leikskólakennurum. Stéttarvitund þessara stoltu kvenna sagði þeim að enginn gæti borið virðingu fyrir fóstru og karlmenn myndu ekki sækja í starfsgrein sem héti svo kvenlegu nafni. Þess vegna varð Fóstruskólinn að Fósturskólanum. Gárungarnir misskildu þetta auðvitað bæði viljandi og óviljandi og héldu því fram að þetta væri skóli fyrir fóstur. Mér er hins vegar fullkomlega fyrirmunað að skilja hvers vegna fóstrur töldu það líklegt að menn gætu ekki borið virðingu fyrir því starfsheiti. Í ævintýrunum eru fóstrurnar almennt góðar og oft fjölkunnugar konur sem leggja fósturbörnum sínum lið á ögurstundu. Og segir ekki í Njálu að fjórðungi bregði til fósturs. Það er ekki lítil traustsyfirlýsing að halda fram að hvorki meira né minna en 25% af mannkostum eða brestum barnsins megi rekja til þess sem uppfóstrar það.
2 Comments:
Já, þetta er óttalega skelfilega hallærislegt. En mér dauðbrá reyndar þegar ég las á bloggi fv. samstarfskonu okkar, MHugrúnar, þar sem hún talar um svart fólk sem negra. Það orð hefur verið mjög niðrandi og í USA talar maður heldur ekki um black people svo sem ... (Þú finnur Möggu okkar ef þú t.d. ferð inn í Hildigunnur á blogginu mínu, svo á neðstu konuna sem heitir Þórdís og hjá henni er Maggabest. Mjög góð grein eftir Möggu um Paul heilaþvottarmann, er undir blaðagreinar á blogginu hennar.
Kvíði fyrir að fara í vinnuna á miðvikudaginn og engin þú :(
hae mamma min... eg sakna thin rosalega og eg bid ad heilsa ollum
Skrifa ummæli
<< Home