miðvikudagur, júlí 19, 2006

Sælkerafæði er algjört æði

Í gær fórum við Helen upp í sumarbústað til Möggu systur og höfðum með okkur kaffibrauð til að leggja með okkur. Það er velþekkt staðreynd að systir okkar hefði ekki hleypt okkur inn ef ekki hefðu komið til þessar mútur. Um kvöldið elduðu hún og Siggi svo handa okkur svívirðilega góð svínarif, brjálæðislegt hrásalat, frábæra sveppi og ógeðslega fínar kartöflur. Magga er sælkerakokkur og Freyja fékk að njóta þess líka þegar ég kom heim því hún fékk fullan poka af beinum. Aumingja tíkin gerði sitt besta en henni var ómögulegt að torga þessu öllu og um miðnættið lá hún máttlaus af ofáti úti í porti.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég þarf greinilega að kynnast þessari systur þinni aðeins betur ... hún er lögfræðingur eins og pabbi og góður kokkur eins og þú. Hvað getur klikkað?

1:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert stórmerkilegt eintak frænka sæl,hundurinn þinn er orðinn jafnskrítinn og þú. Heldur þú að hann sé af Rebbaætt ? En ,kíktu á þessa síðu og skoðaðu litlu frænku þína http://barnaland.mbl.is/barn/47492/

4:42 e.h.  
Blogger Svava said...

Mmm, já, ég fór á sunnudaginn og borðaði svívirðilega mikið. Mjög gott og svo voru litlir frændur í eftirmat

1:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home