mánudagur, júlí 03, 2006

Hamslaus gleði

Ég er komin í þriggja mánaða frí frá vinnunni og líður eins og kýr sem sleppt hefur verið út að vori. Guðmundur á í mesta basli við að hemja mig en ég hleyp um húsið með rassaköstum og halaskvettum. Blessaður maðurinn bað mig að vera rólega og fékk svarið: Taktu hár úr hala mínum. Hann er nú hættur að reyna að tala við mig en stendur og býður fóðurbæti og hey. Ég fell ekki fyrir svoleiðis og rassakastast því áfram.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hér er náttúrlega allt að fara til fjandans!!! Við söknum þín hryllilega mikið, elsku krútttttt!

3:10 e.h.  
Blogger Svava said...

Veit um einn heimilis"mann" sem væntanlega gleðst yfir rassaköstum þínum :-)

11:44 f.h.  
Blogger Unknown said...

Til hamingju með fríið. Gaman að sjá þig í Nóatúni í gær.

Vonandi lifið þið af allt stuðið á vinnustaðnum. ;)

10:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home