Í lausu lofti
Að undanförnu hafa verið miklar sviptingar í vinnunni hjá mér. Búið er að segja Elínu ritstjóra upp og fjórir aðrir starfsmenn fengu reisupassann á sama tíma. Samsæriskenningarnar blómstra í vinnunni síðan og sumir telja sig ekki bara vita að búið sé að selja Fróða með gróða heldur líka hver raunverulega drap Kennedy. Ég bíð hins vegar róleg eftir að sjá hverju fram vindur en það er reyndar svolítið skrýtið að fara út í bæ og taka viðtöl án þess að vita hvort til verði blað til að birta þau í eftir helgina.
4 Comments:
Ef það verður engin Vika eftir helgi getur þú bara hripað viðtalið niður á laufblað og leyft því að fjúka eitthvað :-)
Reynddar þyrfti ég að skrifa ansi smátt til þess en þetta er fín hugmynd.
Tja, eða finna rosalega stórt laufblað
Komdu bara með mér að vinna í Einarsbúð.
Skrifa ummæli
<< Home