Hvað gera skal í gröfinni?
Sumir segja: „Það gefst nægur tími til að hvíla sig í gröfinni.“ Þetta eru vitaskuld dugnaðarforkar og drífandi konur en ég þessi vesæli húðarletingi er alvarlega farin að velta fyrir mér hvort engin tími muni gefast til hvíldar fyrr en í gröfinni. Það finnst mér fúlt því ég sé ekki fram á að geta lesið mjög mikið í niðamyrkri þar niðri og að auki er áreiðanlega lítið pláss til að borða súkkulaði og góðan mat þar. Mig bráðvantar hreingerningarþræl, garðyrkjumann og einhvern til að kela við. Guðmundur er nefnilega ekki væntanlegur fyrr en 9. júní. Það endar auðvitað með að ég neyðist til að gera þetta allt ein.
3 Comments:
Vona að þú finnir eitthvað gott, annars getur þú látið Andra þrífa og Evu Halldóru reyta arfa!Þú getur svo kelað við hundinn og tvo ketti.
Annað: Mér finnst óréttlæti mikið að fólk skuli kalla mig piparjúnku bara af því að ég á tvo ketti. Þú átt tvo ketti, hund og karl og ert bara kölluð Steingerður! Hmmmm
Ég verð bara að kommenta meira hjá þér, ætlaði að skrifa eitthvað æðislegt á bloggi SS systur þinnar en nei, það gekk ekki. Nöldr nöldr.
Eigðu guðdómlega kossssninganótt.
Gera þetta allt ein ? Líka að kela við þig ?
Skrifa ummæli
<< Home