sunnudagur, maí 28, 2006

Að hafa auga með eigandanum

Þau Matti og Freyja eru ákveðin í að hafa auga með eiganda sínum þessa dagana. Alveg síðan ég kom úr hringferðinni hafa þau vaktað mig. Freyja eltir mig um allt hús eins og hún vilji segja: Þú hefur sýnt þína sviksemi skepnan þín. Nú hleypi ég þér ekki úr augsýn. Matti aftur á móti stekkur á mig hvar sem ég sest niður og kemur sér fyrir í fanginu á mér og ekki nóg með það heldur er hann tekinn upp á því að koma sér fyrir á öxlina á mér þegar ég fer að sofa og hringa sig niður þar. Ég sofna því með malandi kött við eyrað á hverju kvöldi. Ekki leiðinleg vögguvísa það.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdir þú að fá pössun fyrir kvikindin á meðan þú óðst yfir landið í útskriftarferðinni þinni? Þurftu þau kannski sjálf að klappa sér og dekra við sig, æi greyin ... aldrei of illa farið með góð dýr ...

7:12 e.h.  
Blogger Svava said...

Ég hefði sko komið og verið góð við þessi dýr ef ég væri ekki #$"&%#&#$%# fótbrotin. Ég er búin að ráða Helen Laufey systurdóttur mína til að kela við kanínuna meðan ég bregð mér til búlgaríu. Hann verður vonandi sáttur við það :-)

10:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home