miðvikudagur, júlí 12, 2006

Fyrirsagnapest

Í gangi er mikið fyrirsagnafár hér á þessari bloggsíðu. Af einhverjum ástæðum vill heimatölvan mín ekki samþykkja íslenska stafi í fyrirsögnunum þannig að ég verð að vanda mig við að finna fyrirsögn sem ekki inniheldur íslenska stafi. Þetta er hægara sagt en gert. Ég ætlaði til dæmis að skýra þennan pistil, fyrirsagnafár eða fyrirsagnaplága en hvorugt gekk. Að lokum varð ég að enda á pest sem er second best. Svona er ég nú langt leidd. Ég ætlaði reyndar að ekki að tala um fyrirsagnir heldur Helen systir og sykurfallið hennar. Hún var hin glaðhlakkalegasta þegar hún og Gurrí birtust hér hjá mér á föstudaginn var og talaði óvenjulega hátt og rak upp sæljónslegar hláturrokur. Gurrí var yfir sig hrifin af því hversu fjörug skemmtileg konan var og flestir geta því ímyndað sér vonbrigðin þegar Helan varð aftur eins og hún á að sér. Það gerðist um það bil klukkustund síðar en þá var hún búin að vinda sér út úr bílnum fyrir utan Borgarleikhúsið og tylla sér þar á tá eins og ballerína í Svínavatninu og æra okkur Gurrí með nokkrum hláturrokum úr aftursætinu. Já, það er draumur að vera með sykursýkissjóara.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú átt alveg dásamlega ættingja, ég elska þá alla, sykursjúka sem sykursæta! Þessi var góður hjá mér! Kom alveg óvart. Sakna þín, elska!

2:18 f.h.  
Blogger Svava said...

Já, alltaf er gaman að eiga skellihlæjandi snarvitlausa ættingja í hrúgum. Nóg af þeim í fjölskylduni, og ekki geta allir skýlt sér á bak við sykurfall til að útskýra flippaða hegðun :-)

1:21 f.h.  
Blogger Unknown said...

Af einhverjum ástæðum er ekki hægt að skrifa íslenska stafi í fyrirsagnir á þessu template - hef lent í því líka. :)

Einfaldasta leiðin til þess að fá íslenska stafi í fyrirsagnirnar eru einfaldlega að skrifa fyrirsögnina annars staðar og gera svo copy/paste. Þá koma íslensku stafirnir.

2:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home